Hópverkenfi_b

Kristján, Helgi og Albert

 

The Elder Scrolls V: Skyrim

The Elder Scrolls V: Skyrim, oftast bara kallaður Skyrim er fimmti leikurinn í gífurlega vinsælli leikjaseríu og sá vinsælasti af öllum í seríunni. Leikurinn er gefinn út af Bethesda og er búinn til ag Bethesda Game Studios. Skyrim er gefinn út 11. Nóvember 2011 og er hann ennþá mjög mikið í spilun til dagsins í dag þrátt fyrir að vera nýorðinn fimm ára gamall og er leikurinn mikið elskaður að þeim sem spila hann. Skyrim er búinn að vinna ótal verðlaun.

Heimurinn

Elder Scrolls leikirnir gerast í heimsálfu sem nefnist Tamriel og er þessi heimur sem leikirnir gerast í einn mest útpældi ýmindunnarheimur sem hefur verið gerður. Mörg þúsund blaðsíður af wiki upplýsingum eru til um þennan heim og margir tölvuleikir líka. Leikurinn The Elder Scrolls V: Skyrim gerist í landinu Skyrim sem er nyrsta landið í Tamriel og er það kalt og hart.

Um leikinn sjálfann

Þessi leikur byrjar á því að þú ert fangi í hestvagni á leið til aftöku. Þegar böðullinn er við það að láta öxina falla ofan á hálfinn á þér þá kemur dreki og eyðileggur bæinn sem þú ert í. Þetta óhapp gerir þér samt kleift að sleepa og halda hausnum. Drekar hafa samt ekki verið í Skyrim í mörg hundruð ára og þessvegna er fólk mjög skelkað þegar þeir byrja að spretta upp eins og fíflar á sumrin. Eftir smá kennslu á leikinn þar sem þú ferð undir bæinn sem þú varst í og út um hellisop þá er þér sleppt út í heiminn. Þú ert með 100% frelsi innan þessa heims og ræður nákvæmlega hvað þú gerir. Allt sem þú gerir hefur samt sínar afleiðingar eins og það myndi gera í okkar heimi. Þetta er heimur sem virkar eins og okkar, nema önnur menning og aðrar trúir og guðir. Eftir að þér er sleppt út ertu beðinn um að tala við frænda mannsins sem fylgdi þér út til þess að vara við drekunum. Flestir spilarar myndu gera það en þú gætir alveg eins farið í eitthverja allt aðra átt og hafið annað líf. Þetta er bara eins og að lifa í öðrum heimi, getur farið í hvaða bæ sem er og gert það sem þú vilt, keypt vörur, stolið vörum (ef verðirnir ná þér ekki), selt það sem þú hefur fundið á förum þínum. Þú getur gengið um allt í Skyrim, þangað sem þú vilt, uppá hvaða fjall sem er, niður hvaða dal sem er, inní hvaða helli sem er. Þú getur spilað leikinn eins og þú vilt, þín persónulega upplifun. Þú getur valið þér að berjast með sverðum eða léttari vopnum ef þú vilt. Getur ákveðið að verða þjófur eða jafnvel leigumorðingi, þú getur verið gladramaður og gengið í skóla til þess að læra galdra. Þú getur gengið um landið og lent í alls kyns ævintýrum og fundið hluti til þess að selja, getur svo tekið þá peninga og keypt þér hús eða jafnvel stórt land til þess að byggja þér sjálfur hús. Allt þetta og svo mikið meira er hægt að gera í Skyrim. Alveg eins og okkar heimur nema með menningarbreytingum og yfirnáttúrulegum kröftum. Sem dæmi þá spilaði ég einu sinni persónu sem er að „Khajiit“ kynstöfninum, þeir eru svona kattarmenni og eru mjög góðir í því að vera hljóðlátir og að nota minni vopn eins og lítil sverð og smágaldra. Þessi kisi varð leigumorðingi og þjófur, kom sér inní félög sem stunduðu svoleiðis áhugamál. Eftir að hann hætti í því ákvað hann að veiða niður alla drekaprestana og stela grímunum þeirra. Þeir eru dauðir menn eða uppvakningar sem hafa krafmikla galdra og galdragrímur. Eftir það ákvað hann að verða galdamaður og fór í skóla. Eftir að hann var búinn að vera í skólanum í nokkra mánuði (tíminn líður 17 sinnum hraðar í Skyrim) var hann orðinn skólastrjóri vegna alls kynd vandamála sem komu upp. Þegar kisi var orðinn þreyttur af því ákvað hann að byggja sér hús. Þetta tók mig (Albert) um það bil sjö klukkutíma að fullkomna húsið sem ég var að byggjaþ Húsið var mjöööög stórt svo ég ákvað að leita mér að krakka. Þá fór kisi í bæ sem heitir „Riften“ og kíkti á munaðarleysingjahælið þar og fanns sér tvo krakka til að eiga heima hjá sér. Þetta er bara eitt dæmi um persónu í leiknum. Sumir eru mjög strangir á sér og nota ekkert annað en stuttsverð og skjöld, ásamt léttri brynju. Aðrir myndu kannski bara fókusa á eitthverja eina tegund af göldrum. Persónulega finnst mér skemmtilegast að spila bogamann.

Af hverju leikurinn er svona góður

Það sem ég held að heilli mig svona sérstaklega við þennann leik er hversu mikið frelsi þú hefur og hvernig þetta er eins og eitthvað sem gæti verið til. Venjulegir borgarar í bæjum og borgum sem allir hafa sinn eiginaaa persónuleika og hlutverk. Endalaust af verkefnum sem þú getur hjálpað fólki með og fengið ríkulega borgað fyrir það. Fullt af hellum eða forvitnilegum yfirgefnum byggingum sem hafa mikla sögu á bakvið sig. Hvernig spilarinn er í rauninni bara ein önnur manneskja í þessum stóra heimi. Spilarinn getur gengið í herinn, gengið í gildi þjófanna eða gengið í skóla og ótal fleiri hluti sem partur af öllum öðrum, bara annað líf inní tölvuheimi. Ég held að þessi leikur heilli spilarana svo mikið því að allir eru að fá sína eigin mismunandi upplifun af honum. Einn spilari gerir aldrei það sama og annar spilari, karakterinn allt öðruvísi og ákveður að gera aðra hluti inní leiknum, alveg eins og við gerum í dagsdaglegu lífi.

Framtíð Bethesda

Búist er við næsta Elder Scrolls leik í lok 2018 eða byrjun 2019. Þá hafa liðið sjö eða átta ár á milli Elder Scrolls leikja sem koma frá Bethesda Game Studios. Það kom út einn Elder Scrolls leikur árið 2015 sem var kallaður Elder Scrolls Online en hann var ekkert líkur hinum leikjunum og var hann meira eins MMO leikur. Þessi leikur kom ekki frá Bethesda Game Studios og spila mjöög fáir þann leik. Annars eru Bethesda að vinna að fleiri góðum leikjum og hafa gefið út marga góða leiki frá því að Skyrim kom út eins og t.d Fallout 4 og DOOM.


 

Heimildir:

Albert - Hann hefur líkleaga spilað yfir 1000klst í honum svo hann veit allt.